Antalya, Tyrkland

Delphin Diva

Einkunn gesta
4.1 af 55
basedOn 23 answers
Einkunn gesta
4.1 af 55
basedOn 23 answers

5 manns í sama herbergi
Barnaverð til og með 11 ára
Lægsta verð:
Barn frá:
Barnaklúbbur
Alþjóðlegur
Strönd
0 m 
Miðbær
16 km 

Fyrir barnafjölskyldur sem sækja í lúxus

Delphin Diva glitrar af klassískum lúxus og glæsileika. Það eina sem rýfur kyrrðina í dvöl þinni á þessu stóra afslappaða svæði með fallegu görðunum, eru hlátrasköll glaðra barna. Hótelið er staðsett í Lara, þar sem nokkur af bestu lúxushótelum Tyrklands standa hlið við hlið meðfram hinni glæsilegu Lara strönd en Delphin Diva stendur þeim ekki að baki. Hótelið er staðsett í um 16 kílómetra fjarlægð frá flugvellinum og miðbæ Antalya.

Delphin Diva er systurhótel Delphin Imperial og Delphin Be Resort. Hér færð þú frábæra þjónustu og býrð í klassísku og glæsilegu umhverfi þar sem andrúmsloft og fagurt umhverfi eru í hávegum höfð, jafnt innan húss sem utan. Á Delphin Diva er sérstaklega haft í huga að skapa róleg svæði, en á sama tíma er hótelið mjög vinsælt meðal barnafjölskyldna. Börnin munu því ekki eiga í neinum vandræðum með að finna sér jafnaldra leikfélaga.

Móttaka og vistarverur voru gerðar upp árið 2014 og eru því ennþá ljósari og fínari núna.

Falleg strönd með heillandi sólbaðshreiðrum

Stór sundlaug umkringd sólstólum og sólhlífum er staðsett í miðjum hótelgarðinum. Þar er einnig hálfyfirbyggður pallur, sem staðsettur er við sundlaugina, þar sem  notalegum, stórum púðum er raðað upp á rómantískan og glæsilegan hátt. Hér er notalegt afslappað andrúmsloft þar sem sumir lesa góða bók á meðan aðrir stinga tánum í laugina og fylgjast með börnunum leika sér í sundlauginni. Starfsfólk á hjólaskautum sér svo brosandi um að þjónusta sundlaugargestina!

Daglega eru skipulagðir alls kyns sundlaugarleikir og vatnapolo við stóru sundlaugina. Þeir sem elska vatnaleikfimi geta því stundað hana í fríinu á Delphin Diva.

Þar fyrir utan færðu tvö aðskilin sundlaugarsvæði með barnalaugum og vatnsrennibrautum, bæði fyrir stóru börnin og eins fyrir þau minni. Hér er einnig mjög grunn barnalaug þar sem allra minnstu börnin geta buslað örugg.

Á ströndinni er frekar grófur sandur með smásteinum sem nær út í sjávarmálið. Sjórinn dýpkar snögglega, svo ekki missa augun af börnunum þegar þau leika í sjónum. Ef þú óskar eftir aðeins meira næði á ströndinni geturðu komið þér fyrir í sólbaðshreiðri með dýnum sem eru við ströndina. Sólbaðshreiðrin er hægt að bóka með pökkum, og eru gegn greiðslu. Sólbaðshreiðrin við sundlaugina geturðu þó notað þér að kostnaðarlausu. Frá ströndinni liggur svo bryggja út í hafið með sólbekkjum, sólhlífum og bar sem býður upp á kalda og heita drykki og einfalt snarl.

Handklæði fyrir sundlaug og strönd eru innifalin.

Allt innifalið í hæsta gæðaflokki

Það eru engar ýkjur þegar við segjum að Delphin Diva sé eitt það besta „allt innifalið“ hótel sem Nazar hefur upp á að bjóða. Að borða mat á Delphin Diva gengur ekki bara út á að seðja hungrið heldur er upplifun út af fyrir sig! 

Það eru margir mismunandi réttir í boði á hlaðborði aðalveitingastaðarins, þar sem löng borðin eru skreytt með alls konar skemmtilegum réttum. Veitingastaðnum er skipt niður í nokkur minni svæði, þar sem hvert svæði hefur sinn stíl. Það besta er þó líklegast að sitja úti á stórum svölunum og njóta sjávarútsýnisins, þar sem litlar hljómsveitir koma útvalin kvöld og spila létta tóna. Úti á svölunum kveikja kokkarnir einnig undir grillinu og útbúa þar spennandi rétti.

Börnin gleymdust ekki þegar veitingastaðurinn var innréttaður heldur er sérstakt barnasvæði skreytt með Þyrnirósar-þema, með litríkum stólum og borðum í ævintýralegum prinsessu stíl. Þarna er boðið upp á klassíska barnarétti.

Á hótelsvæðinu eru nokkrir snarlbarir sem bjóða upp á ís, kebab og gözleme á mismunandi tímum dags. Þarna er einnig enskur pub sem sýnir íþróttir á stórum skjá og þar er boðið upp á léttar veitingar á nóttunni.

Það eru hvorki meira né minna en sjö a la carte veitingastaðir en þú mátt borða einu sinni á hverjum þeirra án auka kostnaðar á meðan á dvöl þinni stendur, svo lengi sem pláss leyfir. Það er mikilvægt að þú pantir borð tímanlega þar sem þessir veitingastaðir eru mjög vinsælir. Ítalskur, japanskur, kínverskur, mexíkóskur, sushi, klassískur tyrkneskur og sjávarréttaveitingastaður eru þeir veitingastaðir sem þú getur valið á milli. Nokkrir af veitingastöðunum eru undir berum himni og opnunartímarnir eru því háðir veðri og árstíð. 

Hér eru einnig sex barir þar sem þú getur notið þess að fá þér í glas. Mundu bara að ákveðin innflutt vín og áfengi, sem er aðallega í boði á skemmtistaðnum og á barnum í móttökunni sem er opinn allan sólarhringinn – geta kostað aukalega. Alla innlenda drykkjarvöru þarf bara að panta! Barinn í móttökunni er fullkominn staður til að fá sér einn drykk fyrir kvöldmatinn, þar sem hægt er að slappa af í huggulegri setustofu með dökkum leðurhúsgögnum. Komdu einnig við á huggulega kaffihúsinu, Topaz Café, þar sem þú getur notið þess að drekka sætt tyrkneskt te eða sterkan kaffibolla í notalegri austrænni stemningu.

Ef þú ert næturhrafn og þarft á mat að halda á næturnar geturðu annað hvort farið niður á íþróttabarinn, þar sem er boðið upp á léttar veitingar allar nætur, eða nýtt þér herbergisþjónustuna sem einnig er innifalin í nokkra klukkutíma í „allt innifalið“ þemanu. Í móttökunni er svo að finna lítið bakarí sem býður upp á gómsætar kökur fyrir þá sem vilja.

Delphin Diva er sannkölluð barnaparadís!

Fríi barnsins er yfirleitt reddað með einni stórri sundlaug. En hér er ekki bara ein sundlaug. Það eru tvær sundlaugar með vatnsrennibrautum. Ein er við barnaklúbbinn en hin við vatnsskemmtigarðinn.

Svæði barnaklúbbsins er frekar stórt og á hverjum degi taka barngóðir leiðbeinendur glaðir á móti börnunum. Allt svæðið er þannig byggt upp að foreldrar geta líka verið á svæðinu og slappað af í sólbaðshreiðrum eða sólað sig við laugina á sólstólunum, en á sama tíma fylgst með börnunum í sínum leik. Barnaklúbburinn er fyrir öll börn á aldrinum 4 – 12 ára. Aðstaða í barnaklúbbnum er fjölbreytt og skemmtileg og má þar nefna rennibraut niður í boltaland og sundlaug með vatnsrennibrautum. Það er einnig í boði unglingaklúbbur sem er opin sum kvöld og þar er hægt að umgangast jafnaldra og t.d. spila tölvuleiki. 

En fyrir börnin er ekkert betra en að rölta yfir í minitívolíið við ströndina, þegar kvölda tekur. En það besta er að það kostar ekkert aukalega! Ef þið þurfið að kæla ykkur niður, komið þá niður í spilasalinn, það vekur klárlega lukku.

Úrval af afþreyingu fyrir stóra jafnt sem smáa

Engum á að geta leiðst á þessu stórglæsilega hóteli. Á hverjum degi skipuleggur skemmtinefnd hótelsins keppnir og afþreyingar eins og fótbolta, borðtennis og pílukast. Ef þú hefur gaman af tennis, þá eru tveir vellir sem þú getur spilað á. Hvað með smá þolfimi eða morgunstepp til að halda línunum í lagi? Það er einnig líkamsræktarstöð á hótelinu sem er opin alla daga. Hér er þráðlaust Internet víða á hótelinu og á herbergjunum.

Ef þú ert meira fyrir dans, er danskennsla í boði fyrir þá sem vilja. Danssporin sem þú svo lærir geturðu notað á diskótekinu á kvöldin. Á kvöldin er einnig í boði skemmtun í sviðinu.

Spilasalurinn býður upp á leik og fjör með fullt af spilum, fótboltaspili og þythokkí. Inngangurinn minnir einna helst á geimfar og allar innréttingar er nútímalegar og rauðar.

Þegar þú dvelur svona nálægt Antalya, ættirðu að veita þér þá ánægju að fara í skoðunarferð um þennan heillandi ferðamannabæ. Þú getur tekið hótelrútuna þessa 15 km inn í miðbæinn án endurgjalds, þú þarft bara að muna að bóka pláss í rútunni með eins dags fyrirvara. Lágmarks fjöldi þátttakanda er 10 manns.

2-hæða fjölskyldusvítur fyrir allt að fimm manns

Dveldu í glæsilegu herbergi, sem hægt er að lýsa sem nútímalegu og þægilegu með góðri aðstöðu og plássi fyrir allt að fimm manns.

Öll herbergin eru með sjónvarp, síma, loftkælingu, öryggishólfi, hárþurrku, sturtuklefa, svölum, hraðsuðukatli með kaffi og te og plastparket á gólfum. Þar að auki er frír minibar á herbergjunum.

Tvíbýli, 2-4 manns

Tvíbýli, 2-4 manns

Tvíbýlin eru 26-30 m² og eru með tvíbreiðu rúmi og einbreiðu rúmi. Einnig er í flestum herbergjunum svefnsófi sem er 170x75 cm. Hér geta dvalið mest þrír fullorðnir og eitt barn, en að lágmarki tveir þurfa að greiða fullt verð. Mögulegt er að fá eitt barnaverð og einn barnaafslátt. Á svölunum eru tveir plaststólar og eitt borð. Mögulegt er að fá herbergi með sjávarútsýni eða sjávarútsýni að hluta til (Seaside) gegn gjaldi. Hægt er að bóka þetta herbergi sem einstaklingsherbergi gegn aukagjaldi.

Fjölskyldusvíta Duplex, 3-5 manns

Fjölskyldusvíta Duplex, 3-5 manns

Í þessari 47 m² svítu eru tvö opin herbergi á tveimur hæðum með opnum stiga á milli hæða. Á eftir hæðinni er hurð sem hægt er að loka að tröppunum og neðri hæðinni. Hér geta dvalið allt að fjórir fullorðnir og eitt barn, en að lágmarki þrír þurfa að greiða fullt verð. Einnig er möguleiki á að eitt barn borgi barnaverð en annað fái barnaafslátt.

Á fyrstu hæðinni er tvíbreitt rúm og einbreitt rúm, baðherbergi með sturtuklefa og svalir sem eru hálf lokaðar í hliðunum þar sem herbergin eru á efstu hæðum hótelsins. Á annarri hæð er tvíbreitt rúm og baðherbergi með sturtuklefa.

Heilsulind

Hjá líkamsræktarstöðinni er flott heilsulind sem lokkar til sín gestina með extra dekri eins og til dæmis andlitsbaði og nuddi. Við hikum ekki við að mæla með skrúbb- og nuddmeðferð í tyrkneska baðhúsinu.

Innrétting heilsulindarinnar er úthugsuð með dempaðri lýsingu og dökkum húsgögnum. Þú verður afslappaðri um leið og þú gengur inn um dyrnar! Þér er velkomið að nýta þér gufuböð heilsulindarinnar og tyrkneska baðið frítt, þó svo að þú sért ekki komin/n til að fá nudd eða aðrar meðferðir.

Gegn greiðslu

Nudd og aðrar meðferðir.

Vilt þú öðlast ógleymanlegar minningar?

Hjá Nazar erum við sérfræðingar í að skipuleggja ferðir til Tyrklands og það er okkar takmark að þú haldir heim á leið með ógleymanlegar minningar í farteskinu. Þess vegna höfum við sett saman fjölbreytta dagskrá, þar sem reynsluríkir fararstjórar fara með þig í æsispennandi ævintýraferðir, freistandi verslunarferðir, heillandi menningarferðir, grípandi náttúruferðir eða leiða þig í villta skemmtun sem fær adrenalínið til að flæða.  Hafðu samband við fararstjóra okkar á áfangastað fyrir frekari upplýsingar um ferðir og skráningu.

Antalya

Hótelið er staðsett á suðurströnd Tyrklands, við Antalya, sem er stór ferðamannaborg, en á sama tíma má sjá auðkennandi karakter heimamanna. Sögufrægur miðbærinn er hjarta borgarinnar með sínum litlu, hlykkjóttu götum, gömlum steinhúsum og heillandi rómverskri höfn. Víða má finna spennandi búðir og huggulega veitingastaði, að ógleymdum stóru, alþjóðlegu verslunarmiðstöðvunum.

Há- eða lágannatími

Þegar að þú ferðast utan háannatíma, getur verið að veitingastaðir, barir og ýmsar verslanir séu lokaðar, eða loki fyrr en venjulega. Á mörgum hótelum er sólin notuð til upphitunar og til að hita upp vatn og því getur verið kaldara á hótelunum í lengri eða styttri tímabil.

Á lágannatíma getur líka verið að hótel velji að loka fyrr en áætlað hafi verið. Þetta getur þýtt að við þurfum að láta gesti okkar vita með tiltölulega stuttum fyrirvara að þeirra hótel hafi breyst. Einnig getur verið að hluti af hótelsvæðinu sé lokaður eða loki fyrr utan háannatíma. Þetta gildir t.d. um veitingastaði, sundlaugar, bari, barnaskemmtanir og fleira. Innihaldið á hlaðborðunum er miðað við fjölda gesta og því gæti úrvalið minnkað eitthvað.

Á háannatíma (frá 1. júní til 30. september) er yfirleitt líf og fjör á hótelinu og því geta myndast biðraðir á veitingahúsin eða barnum eða biðtími lengst. Það er ekki óvanalegt að tónlist sé á börunum og veitingahúsunum. Athugið að það getur orðið rafmagnslaust eða vatnslaust bæði á háanna- og lágannatíma.